1767
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1767 (MDCCLXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Brúðkaup Eggerts Ólafssonar varalögmanns og Ingibjargar Guðmundsdóttur haldið í Reykholti.
- Nesstofa var fullbyggð.
Fædd
- 27. desember - Stefán Stephensen, amtmaður (d. 1820).
- Steinunn Sveinsdóttir á Sjöundá (d. 1805).
Dáin
- 22. maí - Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund (f. 1719).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 27. febrúar - Karl 3. Spánarkonungur ákvað að reka Jesúíta frá svæðum spænska heimsveldisins.
- 24. mars - Spánn tók yfir eyjarnar sem síðar voru kallaðar Falklandseyjar, frá Frökkum, og nefndu þær Islas Malvinas.
- 7. apríl - Konungsríkið Ayutthaya í Taílandi lagðist af eftir 4. alda tilvist þegar Kongbuang-veldið frá Búrma réðst þar inn.
- 17. júní - Enski skipstjórinn Samuel Wallis varð fyrstur Evrópubúa til að líta eyna Tahiti augum svo víst sé.
- 3. júlí - Robert Pitcairn, 15 ára sjóliði, fann Pitcairn-eyju.
- 3. júlí - Adresseavisen, elsta norska blaðið sem enn er til, kom út í fyrsta sinn.
- 9. október - Mason-Dixon-línan var afmörkuð af Charles Mason og Jeremiah Dixon, til að marka skil nýlendnanna Delaware, Pennsylvania og Maryland. Síðar varð línan mörk suður- og norðurríkja Bandaríkjanna.
- 12. október - William Watson, læknir í London, gerði fyrstu samanburðarrannsóknina þegar hann bar saman þrjá hóp barna: Börn sem höfðu fengið bóluefni gegn bólusótt, þau sem fengu aðra blöndu og önnur sem höfðu ekki fengið neitt.
- 28. október - Kaupmenn í Boston sniðgegnu breskar vörur til að mótmæla skattlagningu.
- 19. nóvember - Pólland varð rússneskt verndarsvæði undir skipunum frá rússneska hernámsliði í landinu.
- 29. desember - Bretar hófu samninga við 6 ættbálka Írókesa um frið í N-Ameríku.
Fædd
- 15. mars - Andrew Jackson, sjöundi forseti Bandaríkjanna (d. 1845).
- 11. júlí - John Quincy Adams, sjötti forseti Bandaríkjanna (d. 1848).
- 28. október - Marie Sophie Frederikke af Hessen-Kassel, drottning Danmerkur, kona Friðriks 6. (d. 1852).
Dáin
- 13. mars - Maria Josepha af Saxlandi, krónprinsessa Frakklands og móðir konunganna Loðvíks 16., Loðvíks 18. og Karls 10. (f. 1731).
- 28. maí - Maria Josepha af Bæheimi, keisarynja, kona Jósefs 2., lést úr bólusótt (f. 1739).