Fara í innihald

Lisbeth Palme

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Lisbeth Palme, 2016.

Lisbeth Palme, (fullt nafn: Anna Lisbeth Christina Palme fædd 14. mars, 1931, látin 18. október, 2018.) var sænskur sálfræðingur og kona Olofs Palme, fyrirverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986 í Stokkhólmi.

Hún og Olof voru skotin með 357. sexhleypu á leiðinni úr kvikmyndahúsi. Hún fékk skot í öxlina og lifði það af, en hann fékk skot í bakið og dó. Sá grunaði hét Christer Pettersson, Lisbeth sagðist þekkja hann og lét handtaka hann í desember 1988. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi af héraðsdómi en var síðan sýknaður af hæstarétti eftir áfrýjun og dó í september árið 2004 af völdum heilablæðinga.[1]

Lisbeth var barnasálfræðingur og vann meðal annars fyrir UNICEF.

Tilvísanir

  1. Atli Þór Egilsson (28. febrúar 2016). „Þrjátíu ár frá morðinu á Olof Palme“. RÚV. Sótt 10. júní 2020.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.