Stranger Things
Stranger Things | |
---|---|
Tegund | Vísindaskáldskapur |
Handrit | Ross og Matt Duffer |
Leikarar | Winona Ryder David Harbour Finn Wolfhard Millie Bobby Brown Gaten Matarazzo Caleb McLaughlin Natalia Dyer Charlie Heaton Cara Buono Matthew Modine Noah Schnapp Sadie Sink Joe Keery Dacre Montgomery Sean Astin Paul Reiser |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 4 |
Fjöldi þátta | 34 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 42-62 mín |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Netflix |
Sýnt | 25. júlí 2016 – |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Stranger Things eru bandarískir sjónvarpsþættir sem skapaðir voru af bræðrunum Ross og Matt Duffer. Þættirnir hófu göngu sína þann 25. júní 2016 þegar fyrstu seríunni var streymt inn á Netflix. Þeir urðu strax gríðarlega vinsælir og hafa hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun. Stranger Things gerist í bænum Hawkins í Indiana árið 1983 og fjallar um þrjá vini sem taka málin í sínar hendur þegar fjórði vinur þeirra hverfur sporlaust. Þá njóta þeir aðstoðar frá stelpu sem býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Aðrir íbúar Hawkins fléttast líka inn í söguna, eins og lögregluforingi bæjarins, fjölskyldur strákana og starfsfólk leynilegrar vísindastofnunar. Þættirnir gerast eins og áður sagði á níunda áratugi síðustu aldar en þeim hefur verið líkt við vinsælar kvikmyndir þess tíma, s.s. E.T., The Goonies o.fl.
Heimildir
Fyrirmynd greinarinnar var „Stranger Things“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Febrúar 2018.