David de Gea
David de Gea Quintana (fæddur 7. nóvember 1990) er spænskur atvinnumaður í knattspyrnu sem spilar sem markmaður með ítalska liðinu Fiorentina. Hann var með enska knattspyrnufélaginu Manchester United 2011-2023.
Ferill
breytaAtletico Madrid
breytaDe Gea fæddist í Madrid og hóf feril sinn með Atlético Madrid aðeins 13 ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2009 og hjálpaði liði sínu að vinna bæði Evrópubikarinn og Ofurbikarinn árið 2010. Frammistaða hans vakti athygli Manchester United og var hann keyptur þangað í júní 2011 fyrir 17,8 milljónir punda.
Manchester United
breytaDe Gea spilaði 545 leiki fyrir United . Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, enska deildabikarinn og þrisvar sinnum enska samfélagsskjöldinn með United. Hann hlaut gullhanskann tímabilið 2022-2023. Hann yfirgaf félagið eftir tímabilið.
De Gea náði 5. sæti yfir að halda hreinu marki í úrvalsdeildinni.
Landslið
breytaDe Gea var fyrirliði spænska U-21 landsliðsins sem sigraði evrópukeppnina árið 2011 og 2013 og keppti einnig á sumarólympíuleikunum 2012. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Spánar árið 2014 og var valinn í leikmannahóp fyrir heimsmeistaramótið 2014.
De Gea sagði skilið við landsliðið 2020.