1849
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1849 (MDCCCXLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 22. maí - Norðurreið Skagfirðinga að amtmannssetrinu á Möðruvöllum til að mótmæla embættisfærslum Gríms Jónssonar amtmanns og krefjast afsagnar hans.
- 18. júní - Fyrsti Kollabúðafundurinn haldinn.
- 20. júní - Konungleg tilskipun um veiði á Íslandi var gefin út. Þar voru meðal annars settar takmarkanir á eggjatöku, netalagnir og veiði í sellátrum.
- 2. júlí - Jón Sigurðsson og fleiri alþingismenn gerðu þá kröfu að Alþingi yrði háð í heyranda hljóði. Hafa fundir þess verið opnir síðan.
- 21. nóvember - 3 fórust í snjóflóði við Eskifjörð.
- Páll Melsteð var skipaður amtmaður í vesturamtinu.
- Fyrsta fæðingarheimili á Íslandi reist í Vestmannaeyjum.
- Konungslögin voru lögð niður í dönsku stjórnarskránni og þar með einveldi á Íslandi.
Fædd
Dáin
- 7. júní - Grímur Jónsson, amtmaður norðan og vestan (f. 1785).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 5. mars - Zachary Taylor tók við embætti sem 12. forseti Bandaríkjanna.
- 14. apríl - Ungverjar hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá Austurríki.
- Viktor Emmanúel 2. varð konungur Sardiníu.
- 5. júní - Einveldi afnumið í Danmörku og ný stjórnarskrá tók gildi. Forsætisráðherra Danmerkur nýtt embætti tók gildi.
- 5. júní - Borgin Fort Worth var stofnuð í Texas.
- 6. júlí - Danski herinn vann sigur á Prússum við Fredericia á Jótlandi.
- 13. ágúst - Austurríkismenn bældu niður uppreisn Ungverja með aðstoð Rússa. Ungversku byltingunni lauk formlega þó mótstaða hélt áfram fram í október.
- 17. september - Harriet Tubman flúði þrældóm. Hún hjálpaði skömmu síðar öðrum þrælum að flýja.
- 16. nóvember - Fjodor Dostojevskíj og hópur menntamanna var dæmdur til dauða fyrir gjörninga andstæða stjórnvöldum. Hópurinn er á síðustu stundu færður í fangabúðir í Síberíu í stað þess að mæta kúlnahríð aftökusveitar.
Fædd
- 22. janúar - August Strindberg, sænskur rithöfundur (d. 1912).
- 18. febrúar - Alexander Kielland, norskur rithöfundur (d. 1906 ).
- 9. júní - Michael Ancher, danskur listmálari (d. 1927).
- 14. september - Ívan Petrovítsj Pavlov, rússneskur lífeðlisfræðingur (d. 1936).
- 24. nóvember – Frances Hodgson Burnett, bresk-bandarískur rithöfundur (d. 1945).
Dáin
- 14. mars – Vilhjálmur 2. Hollandskonungur (b. 1792).
- 28. maí - Anne Brontë, enskur rithöfundur (b. 1820).
- 15. júní - James K. Polk, 11. forseti Bandaríkjanna (f. 1795).
- 28. júlí - Karl Albert Sardiníukonungur (f. 1798).
- 2. ágúst - Múhameð Alí af Egyptalandi (f. 1769).
- 25. september - Johann Strauß eldri , austurrískt tónskáld (f. 1804).
- 7. október - Edgar Allan Poe, bandarískt skáld og rithöfundur(f. 1809).
- 17. október - Fryderyk Chopin, pólskur píanóleikari og tónskáld (f. 1810).
- 2. desember - Adelaide Bretadrottning, kona Vilhjálms 4. (f. 1792).