2017
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
2017 (MMXVII í rómverskum tölum) var almennt ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - 39 létust og 70 særðust í skotárás á næturklúbb í Istanbúl í Tyrklandi. Íslamska ríkið lýsti síðar ábyrgð á hendur sér.
- 1. janúar - Gustavo Dudamel, 35 ára, var yngsti stjórnandi nýárstónleika Fílharmóníuhljómsveitar Vínarborgar frá upphafi.
- 1. janúar - António Guterres tók við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna af Ban Ki-moon.
- 1. janúar - Norska kirkjan var skilin frá norska ríkinu.
- 10. janúar - Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum. Stjórnin var mynduð af Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð með minnsta mögulega meirihluta..
- 14. janúar - Birna Brjánsdóttir hvarf í miðborg Reykjavíkur. Tveir sjómenn af grænlenskum togara í Hafnarfirði voru handteknir í kjölfarið. Öðrum þeirra var síðar sleppt án ákæru, hinn var ákærður fyrir morð.
- 18. janúar - 29 fórust þegar snjóflóð féll á Hotel Rigopiano í Pescara-sýslu á Ítalíu.
- 19. janúar - Eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán var framseldur til Bandaríkjanna.
- 19. janúar - Adama Barrow tók við embætti forseta Gambíu.
- 20. janúar - Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 21. janúar - Milljónir um allan heim tóku þátt í kvennagöngu vegna valdatöku Donald Trump.
- 22. janúar - Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita eftir víðtæka leit.
- 29. janúar - 6 létust og 29 særðust þegar maður hóf skotárás í mosku í Québec í Kanada.
- 30. janúar - Marokkó gerðist aðili að Afríkusambandinu.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Samkynhneigt par var gefið saman í fyrsta sinn í kirkju í Noregi.
- 3. febrúar - Bann við komu fólks frá tilteknum löndum til Bandaríkjanna sem Donald Trump hafði sett 27. janúar var dæmt ólöglegt í hæstarétti.
- 4. febrúar - Black Sabbath spiluðu sína síðustu tónleika í heimaborg sinni Birmingham.
- 7. febrúar - Jovenel Moïse varð forseti Haítí.
- 11. febrúar - Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir Japanshaf.
- 13. febrúar - Kim Jong-nam, hálfbróðir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, var myrtur á flugvelli í Kúala Lúmpúr í Malasíu.
- 16. febrúar - Sprengjuárásin í Sehwan 2017: 80 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á helgistað súfista í Pakistan.
- 21. febrúar - Snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða. Enginn fórst.
- 22. febrúar - NASA sagði frá því að sjö reikistjörnur hefðu fundist í gullbrárbelti rauða dvergsins TRAPPIST-1.
- 27. febrúar - Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungursneyð í Suður-Súdan og nokkrum dögum síðar í Sómalíu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 8. mars - Herspítalaárásin í Kabúl 2017: Yfir 100 létust þegar hópur byssumanna réðust inn í herspítala í Kabúl.
- 10. mars - Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við mögulegu mesta neyðarástandi heims frá Síðari heimsstyrjöld vegna hættu á hungursneyð í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu.
- 10. mars - Hæstiréttur Suður-Kóreu kvað upp úr um lögmæti vantrausts sem þingið hafði samþykkt á hendur Park Geun-hye, forseta landsins, sem þar með var vikið úr embætti.
- 22. mars - Árásin í Westminster 2017: 52 ára Breti ók bíl á vegfarendur á Westminster-brú í London og stakk lögreglumann áður en hann var skotinn til bana.
- 22. mars - Orrustan um Mósúl: Fjöldagröf með þúsundum fórnarlamba Íslamska ríkisins fannst við borgina.
- 26. mars - Yfir 700 voru handteknir í víðtækum mótmælum gegn stjórn Pútíns í Rússlandi.
- 29. mars - Bretland virkjaði 50 grein Lissabonsáttmálans og hóf þar með formlega útgönguferli úr Evrópusambandinu.
- 30. mars - Geimflutningafyrirtækið SpaceX endurnýtti í fyrsta sinn eldflaug í geimskoti.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Mocoa-skriðan: Yfir 300 fórust í skriðum í Kólumbíu.
- 2. apríl - Rútuslysið í Härjedalen: Þrjú ungmenni létust og yfir 30 slösuðust þegar rúta fór út af veginum í Svíþjóð.
- 3. apríl - Hryðjuverkaárási í Sankti Pétursborg 2017: 16 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á neðanjarðarlestarstöð í Sankti Pétursborg í Rússlandi.
- 6. apríl - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Bandaríkjaher skaut 59 loftskeytum á flugstöð í Sýrlandi vegna gruns um að efnavopnum hefði verið beitt gegn bæ í höndum uppreisnarmanna.
- 7. apríl - Árásin í Stokkhólmi 2017: Maður ók vöruflutningabíl inn í hóp fólks á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms með þeim afleiðingum að 5 létust.
- 9. apríl - Árásirnar á koptísku kirkjurnar í Egyptalandi í apríl 2017: 44 létust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum á koptískar kirkjur í Alexandríu og Tanta.
- 13. apríl - Loftárásin á Nangarhar: Bandaríkjaher varpaði GBU-43/B MOAB-sprengju á miðstöð Íslamska ríkisins í Afganistan með þeim afleiðingum að 94 létust.
- 15. apríl - Yfir 120 létust þegar árás var gerð á bílalest með flóttafólk við Aleppó í Sýrlandi.
- 16. apríl - Tyrkir samþykktu umdeildar breytingar á stjórnarskrá Tyrklands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 20. apríl - Hryðjuverkaárásin á Champs-Élysées: Kharim Cheurfi réðist á lögreglumenn og þýska ferðakonu með AK-47-árásarriffli.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 7. maí - Emmanuel Macron sigraði Marine Le Pen í annarri umferð frönsku forsetakosninganna.
- 9. maí - Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, yfirmann FBI, vegna rannsóknar á tengslum Trumps við Rússa.
- 12. maí - Hrina gagnagíslatökuárása var gerð á tölvur um allan heim.
- 13. maí - Salvador Sobral sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017 fyrir Portúgal með laginu „Amar pelos dois“.
- 14. maí - Emmanuel Macron tók við embætti forseta Frakklands.
- 21. maí - Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn til Sádí-Arabíu og Ísrael.
- 22. maí - Hryðjuverkin í Manchester árið 2017: Yfir 20 létust þegar sprengja sprakk á tónleikum Ariönu Grande í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester á Englandi.
- 31. maí - 90 létust þegar bílasprengja sprakk í Kabúl í Afganistan.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.
- 3. júní - Árásin á Lundúnabrú: Þrír hryðjuverkamenn óku á vegfarendur og réðust síðan á fólk með hnífum. Þeir myrtu 8 áður en lögregla skaut þá til bana.
- 5. júní - Svartfjallaland varð aðili að Atlantshafsbandalaginu.
- 5. júní - Sádí-Arabía, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin lokuðu á flutningsleiðir til Katar.
- 6. júní - Lýðræðissveitir Sýrlands hófu loftárásir á Raqqah.
- 7. júní - Fimm hryðjuverkamenn á vegum Íslamska ríkisins réðust gegn íranska þinginu og grafhýsi Khomeinis. 17 almennir borgarar létu lífið.
- 8. júní - Þingkosningar fóru fram í Bretlandi: Breski íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og myndaði samsteypustjórn með norðurírska flokknum Democratic Unionist Party.
- 10. júní - Heimssýningin 2017 var opnuð í Kasakstan.
- 12. júní - Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier kom til Bandaríkjanna í dauðadái eftir 17 mánuði í norðurkóresku fangelsi og lést nokkrum dögum síðar.
- 14. júní - Bruninn í Grenfell Tower: Eldur kviknaði í klæðningu fjölbýlishúss í London með þeim afleiðingum að 72 létust.
- 18. júní - Íranski byltingarvörðurinn skaut fjórum flugskeytum að bækistöðvum Íslamska ríkisins í Deir ez-Zor-umdæmi í Sýrlandi.
- 18. júní - 64 fórust í miklum skógareldum í Portúgal.
- 19. júní - 1 lést og 10 særðust þegar sendiferðabíl var ekið inn í mannþröng við mosku í London.
- 21. júní - Liðsmenn Íslamska ríkisins eyðilögðu Stórmosku al-Nuris í Mósúl, Írak.
- 27. júní - Hrina tölvuárása gegn samtökum í Úkraínu með gagnagíslatökubúnaðinum Petya hófst.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 4. júlí - Norður-Kórea skaut langdrægri eldflaug yfir Japanshaf.
- 7. júlí - Samningur um bann við kjarnavopnum var samþykktur af 122 ríkjum.
- 9. júlí - Borgin Hebron var sett á Heimsminjaskrá UNESCO þrátt fyrir mótmæli Ísraels.
- 10. júlí - Íraksher lýsti því yfir að Mósúl væri frelsuð úr höndum Íslamska ríkisins.
- 10. júlí - Citybanan, ný neðanjarðarlestargöng undir miðborg Stokkhólms, voru vígð.
- 12. júlí - Fyrrum forseti Brasilíu, Lula da Silva, var dæmdur í 9 og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu.
- 21. júlí - Jarðskjálfti upp á 6,7 stig reið yfir í Eyjahafi.
- 24. júlí - 35 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, Afganistan.
- 30. júlí - Vladimír Pútín rak 755 bandaríska erindreka frá Rússlandi vegna viðskiptaþvingana.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 5. ágúst - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu.
- 10. ágúst - Sænska blaðakonan Kim Wall var myrt af Peter Madsen um borð í kafbáti hans í Køge-flóa í Danmörku.
- 12. ágúst - Þrír létust og 19 særðust í mótmælum hægrisinnaðra öfgahópa í Charlottesville í Bandaríkjunum gegn því að stytta af Robert E. Lee yrði fjarlægð.
- 14. ágúst - 312 fórust í skriðu í Síerra Leóne.
- 17. ágúst - Hryðjuverkaárásirnar í Katalóníu 2017: Maður ók sendiferðabíl inn í mannfjölda á Römblunni í Barselóna með þeim afleiðingum að 13 létust.
- 18. ágúst - Stunguárásin í Turku: Marokkóskur hælisleitandi stakk 10 og myrti 2 í Turku í Finnlandi.
- 21. ágúst - Sólmyrkvi sást frá Bandaríkjunum.
- 25. ágúst - Fellibylurinn Harvey olli miklu tjóni í Houston í Texas.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Starfsemi kísiliðjunnar United Silicon í Helguvík var stöðvuð af Umhverfisstofnun.
- 3. september - Norður-Kórea framkvæmdi sína sjöttu kjarnorkutilraun.
- 6. september - Fellibylurinn Irma gekk yfir Karíbahafið og Bandaríkin og olli 146 dauðsföllum.
- 12. september - Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að faðir Bjarna Benediktssonar hefði verið einn þeirra sem mæltu með því að kynferðisbrotamaður hlyti uppreist æru, en dómsmálaráðherra aðeins upplýst forsætisráðherra sjálfan um það.
- 13. september - Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti að Sumarólympíuleikarnir 2024 yrðu haldnir í París og Sumarólympíuleikarnir 2028 í Los Angeles.
- 15. september - 13 ára ferð geimkönnunarfarsins Cassini–Huygens lauk þegar það steyptist til jarðar á Satúrnusi.
- 19. september - 350 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir Mexíkó, nákvæmlega 32 árum eftir jarðskjálftann í Mexíkóborg 1985.
- 19. september - Fellibylurinn María gekk á land á Dóminíku og olli 112 dauðsföllum.
- 20. september - Anúbisaðgerðin: Spænska lögreglan hóf aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu.
- 25. september - Íbúar Íraska Kúrdistan samþykktu sjálfstæði í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 27. september - Ákveðið var að konur fengju leyfi til að aka bíl í Sádí-Arabíu.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - 58 létu lífið og 851 særðust þegar Stephen Paddock hóf skothríð á tónleikagesti í Las Vegas frá hótelherbergi sínu.
- 1. október - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram. 92% samþykktu sjálfstæði en andstæðingar sniðgengu atkvæðagreiðsluna sem hæstiréttur Spánar hafði áður dæmt ólöglega.
- 9. október - Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í fyrsta sinn sæti á HM í knattspyrnu með 2:0 sigri á Kósóvó í Laugardal.
- 12. október - Bandaríkin og Ísrael tilkynntu að þau hygðust hætta þátttöku í UNESCO.
- 14. október - 231 lést í sprengjutilræði í Mógadisjú í Sómalíu.
- 14. október - Framleiðandinn Harvey Weinstein var rekinn úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni eftir ásakanir um nauðganir og kynferðislega áreitni.
- 15. október - Bandaríska leikkonan Alyssa Milano hvatti fólk til að segja frá kynferðisofbeldi með myllumerkinu #MeToo.
- 16. október - Daphne Caruana Galizia, maltneskur blaðamaður og rithöfundur sem fletti ofan af spillingu á Möltu var myrt með bílsprengju.
- 17. október - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Tilkynnt var að Raqqa væri að fullu laus undan stjórn Íslamska ríkisins.
- 27. október - Katalónía lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 28. október - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 31. október - Pallbílsárásin í New York 2017: Maður ók pallbíl á göngu- og hjólreiðafólk við Hudson River Park í New York-borg með þeim afleiðingum að 8 létust.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. nóvember - Ný tegund órangútangapa, tapanúlíórangútang, var greind í Indónesíu.
- 3. nóvember - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Borgirnar Deir ez-Zor í Sýrlandi og Al-Qa'im í Írak voru teknar úr höndum Íslamska ríkisins.
- 5. nóvember - Þýska tímaritið Süddeutsche Zeitung gaf út 13,4 milljónir skjala sem lekið höfðu frá aflandslögfræðistofunni Appleby.
- 5. nóvember - Árásin í Sutherland Springs 2017: 26 ára gamall maður skaut 26 til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas.
- 12. nóvember - Jarðskjálfti sem mældist 7,3 stig reið yfir á landamærum Írans og Íraks. Yfir 500 létust og 70.000 misstu heimili sín.
- 15. nóvember - Forseti Simbabve, Robert Mugabe, var settur í stofufangelsi í valdaráni hersins. Hann sagði af sér 6 dögum síðar.
- 15. nóvember - Málverkið Salvator Mundi eftir Leonardo da Vinci seldist á uppboði fyrir 450 milljónir dala sem var nýtt met í málverkasölu.
- 20. nóvember - Grein í Nature lýsti því að loftsteinninn ʻOumuamua væri upprunninn utan sólkerfisins og væri því fyrsti þekkti miðgeimshluturinn.
- 22. nóvember - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að Ratko Mladić væri sekur um þjóðarmorð vegna blóðbaðsins í Srebrenica.
- 24. nóvember - Yfir 300 létust í árás á mosku á Sínaískaga í Egyptalandi.
- 29. nóvember - Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést eftir að hafa drukkið flösku af eitri þegar hann beið dóms Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. desember - Borgarastyrjöldin í Jemen: Fyrrum forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, var skotinn til bana af meðlimi Hútífylkingarinnar.
- 5. desember - Alþjóðaólympíunefndin meinaði Rússlandi þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang þegar rannsókn leiddi í ljós viðtæka notkun árangursbætandi lyfja á fyrri vetrarólympíuleikum.
- 6. desember - Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael.
- 8. desember - 15 friðargæsluliðar MONUSCO létust í átökum í Austur-Kongó.
- 9. desember - Íraksher lýsti því yfir að hann hefði „að fullu“ frelsað öll svæði í Írak undan stjórn Íslamska ríkisins og náð stjórn á landamærunum að Sýrlandi.
- 14. desember - The Walt Disney Company lýsti því yfir að samningar hefðu náðst um kaup á 21st Century Fox fyrir 66 milljarða dala.
- 22. desember - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti hertar viðskiptaþvinganir gagnvart Norður-Kóreu með 15 atkvæðum gegn engu.
- 24. desember - Gvatemala tilkynnti að þeir hygðust feta í fótspor Bandaríkjanna og flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Hondúras og Panama gerðu slíkt hið sama 2 dögum síðar.
- 28. desember - Mótmælin í Íran 2017-18: Mótmæli brutust út vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnar Írans.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Derek Parfit, breskur heimspekingur (f. 1942).
- 9. janúar - Zygmunt Bauman, pólsk-breskur félagsfræðingur (f. 1925).
- 18. janúar - Peter Abrahams, suðurafrískur rithöfundur (f. 1919).
- 19. janúar - Miguel Ferrer, bandarískur leikari (f. 1955).
- 30. janúar - Eiður Svanberg Guðnason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1939).
- 2. febrúar - Shunichiro Okano, japanskur knattspyrnumaður (f. 1931).
- 8. febrúar - Ólöf Nordal, íslensk stjórnmálakona (f. 1966).
- 10. febrúar - Högna Sigurðardóttir, íslenskur arkitekt (f. 1929).
- 13. febrúar - Hálfdán Björnsson, íslenskur náttúrufræðingur (f. 1927).
- 16. febrúar - Alan Aldridge, breskur myndlistarmadur (f. 1943).
- 27. febrúar - Jórunn Viðar, íslenskt tónskáld (f. 1918).
- 1. mars - Yasuyuki Kuwahara, japanskur knattspyrnumaður (f. 1942).
- 13. mars - Hiroto Muraoka, japanskur knattspyrnumaður (f. 1931).
- 16. mars - Helgi M. Bergs, íslenskur hagfræðingur (f. 1945).
- 17. mars - Derek Walcott, rithöfundur frá Sankti Lúsíu (f. 1930).
- 31. mars - Tino Insana, bandarískur leikari (f. 1948).
- 6. apríl - Don Rickles, bandarískur leikari og uppistandari (f. 1926).
- 30. apríl - Jidéhem, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1935).
- 11. maí - Jóhanna Kristjónsdóttir, íslenskur rithöfundur og blaðamaður (f. 1940).
- 12. maí - Mauno Koivisto, 10. forseti Finnlands (f. 1923).
- 13. maí - John Cygan, bandarískur leikari (f. 1954).
- 18. maí - Chris Cornell, bandarískur tónlistarmaður (f. 1964).
- 23. maí - Roger Moore, enskur leikari (f. 1927).
- 29. maí - Manuel Noriega, panamskur stjórnmálamaður (f. 1934).
- 16. júní - Helmut Kohl, þýskur kanslari (f. 1930).
- 23. júní - Guðmundur Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1930).
- 27. júní - Peter L. Berger, austurrískur heimspekingur (f. 1929).
- 30. júní - Simone Veil, frönsk stjórnmálakona (f. 1927).
- 3. júlí - Paolo Villaggio, ítalskur leikari (f. 1932).
- 7. júlí - Guðni Baldursson, íslenskur aðgerðasinni (f. 1950).
- 13. júlí - Liu Xiaobo, kínverskur aðgerðasinni (f. 1955).
- 20. júlí - Chester Bennington, bandarískur tónlistarmaður (f. 1976).
- 2. ágúst - Jim Marrs, bandarískur samsæriskenningasmiður (f. 1943).
- 20. ágúst - Jerry Lewis, bandarískur leikari (f. 1926).
- 19. nóvember - Charles Manson, bandarískur glæpamaður (f. 1934).
- 4. desember - Ali Abdullah Saleh, fyrrum forseti Jemen (f. 1947).
- 5. desember - Mikael, síðasti konungur Rúmeníu (f. 1921).
- 19. desember - Ólafía Einarsdóttir, íslenskur fornleifafræðingur (f. 1924).
- 28. desember - Rose Marie, bandarísk leikkona (f. 1923).