Fara í innihald

Haus Labs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haus Labs by Lady Gaga
Merki Haus Labs (2022)
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 17. september 2019; fyrir 5 árum (2019-09-17)
Stofnandi Lady Gaga
Staðsetning El Segundo, Kalifornía, BNA
Lykilpersónur
  • Lady Gaga (Stofnandi)
  • Ben Jones (Framkvæmdastjóri)
  • Sarah Tanno (alþjóðlegur liststjóri)
Starfsemi Snyrtivörur
Tekjur US$ 141,7 milljónir[1] (2020)
Vefsíða  hauslabs.com

Haus Labs by Lady Gaga (eða einfaldlega Haus Labs; áður þekkt sem Haus Laboratories) er bandarískt vegan og grimmdarlaust snyrtivörumerki stofnað af Lady Gaga. Fyrirtækið og vörulínan voru sett á markað 17. september 2019 og þetta var fyrsta stóra snyrtivörulínan sem var sett á markað eingöngu á Amazon, og vörulínan var fáanleg í níu löndum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum. Haus Labs var svo endurútgefið 9. júní 2022 og var þá selt í verslunum Sephora. Fyrirtækið auglýsir vörur sínar sem „ofurhlaðinn hreinan listrænan farða sem er knúinn áfram af nýsköpun“.

Haus Laboratories var upphaflega stofnað árið 2012 sem vörumerki fyrir ilmvatn, í tengslum við Coty Inc. sem er bandarískt fjölþjóðlegt snyrtivörurfyrirtæki og var stofnað árið 1904 og er þekkt fyrir að eiga nokkur vörumerki. Fyrsta ilmvatn þeirra, Fame, kom út sama ár, en annað ilmvatnið, Eau de Gaga, kom út árið 2014.

Á árunum 2012 til 2014 gaf Gaga út tvö ilmvötn, Fame og Eau de Gaga, í gegnum Haus Laboratories í samstarfi við Coty, Inc.[2]

Í febrúar 2018 sótti Gaga um vörumerkin „Haus Beauty“ og „Haus Labs“ í gegnum fyrirtækið sitt Ate My Heart Inc.[3] Þá,

Í kjölfarið á Met Gala hátíðinni í maí 2019 fóru aðdáendur hennar að gruna að farðinn sem hún var með á hátíðinni væri sýnishorn á því sem væri á leiðinni. Auk þess hafði hún notað myllumerkið #HausBeauty á nokkrum færslum á Instagram. Haus Laboratories er fyrsta vörumerki Gaga sem einstaklingur.[4] Hún hafði áður unnið með MAC Cosmetics í markaðsherferð árið 2011 fyrir Viva Glam varalitinn í myndbandi sem Nick Knight leikstýrði.[5]  

Ég hef vettvang í heiminum. Guð gaf mér þessa rödd af ástæðu, ég veit ekki hvers vegna, ég spyr sjálfa mig þessarar spurningar reglulega, en ég er alls ekki að fara að gefa út snyrtivörumerki sem mun ala á óöryggi og ótta í fólki. Þetta snýst um frelsun.
 
— Lady Gaga að tala um snyrtivörumerkið í viðtali hjá The Business of Fashion[6]

Vörumerkið er innblásið af fyrstu dögum Gaga sem tónlistarmaður í Manhattan og það ber þann anda að fagna því sem gerir fólk einstakt og að tjá það í gegnum djarfan farða og líkamslist, sanngildi og inngildingu. Ákvörðunin um að selja farðann á Amazon var byggð á boðskap Haus Labs um sjálfsviðurkenningu og sjálfstrausti. Gaga sagði í viðtali við The Business of Fashion tímaritið að samstarfið við Amazon kom til vegna þess að þau voru eini söluaðilinn sem vildi leyfa henni að markaðssetja snyrtivörumekri með þessum meginreglum og sagði að án þess að mega bera boðskap um sjálfsviðurkeningu væri samningur ekki í boði.[6]

Teymið sem Gaga safnaði saman fyrir vörumerkið samanstendur af 15 einstaklingum. Meðal þeirra eru fyrrverandi starfsmenn frá Milk Makeup og Benefit Cosmetics, sem er í eigu LVMH. Sarah Tanno, förðunarfræðingur Gaga, starfar sem alþjóðlegur liststjóri vörumerkisins og Ben Jones, fyrrverandi framkvæmdastjóri The Honest Copmany og Zynga er framkvæmdastjóri Haus Labs. Vörumerkið hefur einnig fengið stuðning frá Lightspeed Venture Partners, sem er fjárfestir í fyrirtækjum eins og Goop og Stitch Fix.[7]

Útgáfa fegurðarlínu (2019-2022)

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 15. júlí 2019 gátu meðlimir Amazon Prime forpantað fyrstu vörur Haus Labs. Einnig var hægt að forpanta í gegnum vefsíðu fyrirtækisins hauslabs.com. Vörurnar komu á markað í september.[8]

Þann 16. september 2019 hélt Gaga útgáfuveislu í Santa Monica, sem kallaðist „Haus Party“, fyrir vörurnar og 500 gestir mættu. Í ræðu sinni sagði hún „við erum ekki bara að gefa út farða. Þetta er glæsileg árás á heiminn til að gera hann viðurkennandi, auðmjúkan, hugrakkan og umfram allt valdefldan til að vera góðhjartaður. Það skiptir ekki máli hvernig þú skilgreinir þig, öll eru velkomin hjá Haus Laboratories“.[9]

Vörurnar voru gerðar fáanlegar samtímis á Amazon í níu löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi, en viðskiptavinir í öðrum löndum gátu pantað frá vefverslun vörumerkisins, á hauslabs.com.[6] Fyrstu vörurnar voru m.a. varablýantur, varagloss og liquid-to-powder glitrandi augnskuggi.

Vörumerkjabreyting (2022-nú)

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 9. júní 2022 var Haus labs endurnefnt frá Haus Laboratories yfir í Haus Labs by Lady Gaga samhliða herferð um vörumerkjabreytingu sem fólst meðal annars í því að Sephora varð smásöluaðili fyrir vörurnar í staðinn fyrir Amazon.[10] Fyrstu vörurnar undir nýja nafinu voru gerðar fáanlegar í völdum verslunum með áætlanir um að koma í yfir 500 verslanir í Bandaríkjunum og Kanada um haustið.[11] Samkvæmt Gaga voru 2.700 „óhrein“ innihaldsefni fjarlægð í vörumerkjabreytingunni, og var þeim skipt út fyrir gagnleg innihaldsefni eins og hýalúrónsýra og vegan kollagen.[12]

Í nóvember 2022 sem hluti af endurútgáfuherferð þeirra var tilkynnt um Nicole Sokol sem varaformann fyrirtækisins. Sokol var skipaður til að einbeita sér að vöruáætlun, vöruþróun, vöruflutningi og vöruhönnun.[13]

Markaðssetning

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 9. júlí 2019 birtist einnar mínútu langt myndband frá vörumerkinu sem var titlað „Our Haus. Your Rules.“ og var það upphaf markaðsetningarinnar. Myndbandinu var leikstýrt af Daniel Sannwals og í því hvatti Gaga fólk til að fagna því sem gerir það einstakt og að tjá það í gegnum djarfa förðun.[14]

„Babylon“ (Haus Labs útgáfa) var lagið sem var notað í undirspil á myndbandinu. Lagið var síðar gefið út á endurhljóðblöndunar-plötunni Dawn of Cromatica þann 3. september 2021. Gaga sá um upptökustjórn lagsins ásamt Bloodpop og Tchami.[15]

Í kynningu á fyrsta hluta Cosmic Love Holiday Collection gaf Haus Labs út myndband með Gaga ásamt öðrum fyrirsætum með nýju vörurnar á sér.[16]

Þann 18. maí 2020 gaf vörumerkið út myndband af Gaga, Alaska Thunderfuck og Aquaria, þáttakendum úr RuPaul's Drag Race þáttunum, og YouTube stjörnunum Aaliyah Jay og Partick Starrr og fleirum þar sem þau mæmuðu við lagið „Stupid Love“ til að kynna nýja augnskuggapallettu undir sama nafni.[17]

Þann 31. júlí 2020 kom út myndband með Gaga þar sem hún auglýsti augnblýantinn Eye-Dentify.[18]

Sölutölur

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt tiskutímaritinu WWD var Haus Labs þriðja söluhæsta snyrtivörumerki í eigu frægrar manneskju árið 2020, með tekjur yfir 141,7 milljónir bandaríkjadala, á eftir Kylie Cosmetics, næsthæst, og Fenty Beauty, söluhæsta vörumerkið í þeim flokki.[1]

Haus Laboratories vann verðlaunin fyrir besta nýja vörumerkið á Allure Readers' Choice Awards árið 2020, en Edge Precision Brow Pencil frá fyrirtækinu vann verðlaun fyrir besta augabrúnablýant í flokknum Best Eye Makeup Products of 2021 á árlegu Best of Beauty-verðlaununum.[19][20]

Góðgerðarstarf

[breyta | breyta frumkóða]

Haus Laboratories gekk til liðs við Born This Way Foundation, sem eru góðgerðarsamtök sem voru stofnuð árið 2012 af Gaga og móður hennar til að auka vitund um geðheilsu, þar sem að framlög upp á einn dollara af hverri greiddri færslu á vefsíðu Haus Labs rynni til samtakanna.[21] Sama upphæð, einn dollari, af hverjum kaupum á Love for Sale augnskuggapallettunni myndi renna til góðgerðarsamtaka Tony Bennetts, Exploring the Arts sem var stofnuð árið 1999.[22]

Fyrirmynd greinarinnar var „Haus Labs“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. júlí 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Manso, James (30. janúar 2021). „Fenty Beauty, Kylie Cosmetics Top Celebrity Brand Rankings“. Women's Wear Daily. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2021. Sótt 30. janúar 2021.
  2. „Lady Gaga unveils new Steven Klein artwork for Eau de Gaga“. Yahoo! News. 11. ágúst 2014. Sótt 28. júlí 2020.
  3. Taylor, Kate. „Lady Gaga just gave fans another sign that she is launching a makeup line in 2019“. Business Insider (bandarísk enska). Sótt 27. febrúar 2023.
  4. Rogers, Sam (10. júlí 2019). „Haus Laboratories: All the facts about Lady Gaga's new beauty brand“. Vogue India. Sótt 28. júlí 2020.
  5. „Lady Gaga Named MAC Spokesperson — AGAIN!“. Seventeen. 17. desember 2010. Sótt 28. júlí 2020.
  6. 6,0 6,1 6,2 Strugatz, Rachel (10. júlí 2019). „Revealed: Lady Gaga's New Beauty Line“. The Business of Fashion. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júlí 2019. Sótt 28. júlí 2019.
  7. Rogers, Sam (10. júlí 2019). „Could Lady Gaga's New Make-Up Line Be The Next Fenty Beauty?“. Vogue UK. Sótt 28. júlí 2019.
  8. Shunatona, Brooke (15. júlí 2019). „Attention: You Can Now Preorder Lady Gaga's Haus Labs Makeup Products Online—TY, Amazon Prime Day!“. Cosmopolitan. Sótt 28. júlí 2019.
  9. Schmidt, Ingrid; Weinberg, Lindsay (17. september 2019). „Inside Lady Gaga's "Haus Party" to Unveil Cosmetics Line“. Hollywood Reporter. Sótt 28. júlí 2019.
  10. Brown, Rachel (16. maí 2022). „After Launching On Amazon, Lady Gaga's Haus Labs Shifts To Sephora. What Does The Move Say About Beauty Distribution Today?“. Beauty Independent. Sótt 8. júlí 2023.
  11. Muhammad, Latifah (5. september 2022). „Lady Gaga's Haus Labs Enters New Chapter at Sephora: 'The Future Is Beautiful'. Billboard. Sótt 8. júlí 2023.
  12. Twersky, Carolyn (6. október 2022). „Lady Gaga Goes Scientist-Chic While Promoting Haus Lab's Relaunch“. W Magazine. Sótt 8. júlí 2023.
  13. „Haus Labs by Lady Gaga Taps Nicole Sokol as Vice President, Product Development. (2022)“. Beauty Packaging. Sótt 30. desember 2022.
  14. Noble, Audrey (11. júlí 2019). „Everything You Need to Know About Lady Gaga's New Haus Laboratories Collection“. Vogue. Sótt 28. júlí 2020.
  15. Nolfi, Joey (12. júní 2020). „Lady Gaga's Chromatica team reveals the history and future of her new era“. Entertainment Weekly. Sótt 28. júlí 2020.
  16. Sharma, Jeena (18. nóvember 2019). „Lady Gaga's Haus Holiday Collection Is Here“. Paper. Sótt 28. júlí 2020.
  17. Megarry, Daniel (18. maí 2020). „Lady Gaga releases new Stupid Love video with Drag Race stars Aquaria and Alaska“. Gay Times. Sótt 28. júlí 2020.
  18. „Lady Gaga stuns in Haus Laboratories gel eyeliner campaign“. Fashion Gone Rogue. 3. ágúst 2020. Sótt 6. ágúst 2020.
  19. „These Are the Winners of Our Allure Readers' Choice Awards for 2020“. Allure. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2021. Sótt 15. september 2021.
  20. „Best of Beauty 2021: The Best Eye Makeup Products of 2021“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2021. Sótt 15. september 2021.
  21. „Building a kinder + braver world, together“. Haus Laboratories. Sótt 30. júlí 2020.
  22. Ellenberg, Celia. "This Is Me Singing to You Through Makeup Instead of My Voice": Lady Gaga Opens Up About Her Lyrical New Eye Palette“. Vogue. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2021. Sótt 10. ágúst 2021.