Miklabraut
Miklabraut er gata í Reykjavík sem nær eftir endilöngu Seltjarnarnesi frá austri til vesturs. Austurendi götunnar er við gatnamót Reykjanesbraut/Sæbraut en þar skiptir Miklabraut um heiti og kallast þá Vesturlandsvegur. Vesturendinn er við gatnamót Snorrabrautar en þar skiptir Miklabraut einnig um heiti og kallast Hringbraut vestan gatnamótanna.
Miklabraut er ein stærsta umferðaræð höfuðborgarsvæðisins en hún tengir íbúðahverfin í austurhluta borgarinnar við atvinnusvæði í vestari hlutanum. Miklabraut er lengst af 6 akreina breið og í nokkurri fjarlægð frá húsum en þegar vestar dregur þrengir að henni og þar standa íbúðarhús nálægt henni. Mislæg gatnamót eru við Skeiðarvog og Reykjanesbraut/Sæbraut en önnur gatnamót eru ljósastýrð.
Miklabrautin liggur við Kringluna og Faxafen.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]