Fara í innihald

PCR

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

PCR eða pólýmerasa-keðjuhvarf er aðferð sem notuð er til þess að fjölfalda hluta af DNA-streng, til dæmis ákveðin gen.

Það sem þarf til þess að fjölfalda DNA með þessari aðferð er:

  • Það DNA sem á að fjölfalda, svokallað sniðmát eða „templat“.
  • PCR-vísa, en það eru tvö fákirni (gjarnan um 20 til 30 kirni að lengd) sem basaparast geta við templatstrenginn og marka hvort sinn enda PCR-afurðarinnar.
  • Ensímið DNA pólýmerasa. Gjarnan er notaður hitavirkur pólýmerasi, til dæmis úr bakteríunni Thermus aquaticus.
  • Óbundin kirni.
  • Tölvustýrt hitabað sem hægt er að hita og kæla á víxl.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.