Málarinn
Útlit
(Endurbeint frá Pictor)
Málarinn (latína: Pictor) er stjörnumerki á suðurhimni, á milli stjörnunnar Kanópus og Stóra Magellanskýsins. Stjörnumerkið er eitt þeirra sem Nicolas-Louis de Lacaille skilgreindi á 18. öld og nefndi upphaflega Equuleus pictoris („málaratrönurnar“). Stjörnumerkið er yfirleitt sýnt sem málaratrönur.