Fara í innihald

Skemmtun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd á forngrískum vasa frá 5. öld f.o.t. sýnir veislugesti leika leikinn koltabos, meðan stúlka leikur á hljóðfærið aulos.

Skemmtun er viðburður sem gengur út á að vekja áhuga, ánægju og gleði þátttakenda. Í gegnum söguna hafa ýmsar ólíkar tegundir skemmtana þróast, eins og dansleikir, íþróttir, leikir og sviðslistir, sem fara fram á opinberum vettvangi, við sérstök tilefni, í veislum og samsætum. Skemmtanir af ýmsu tagi þróuðust meðal annars við hirðir aðalsfólks víða um heim. Þróun upptöku- og miðlunartækni hefur leitt til framleiðslu á skemmtiefni fyrir dreifingu í stórum upplögum, en sumar skemmtanir útheimta þó viðveru þátttakenda.

Tilgangur skemmtana er yfirleitt að hafa gaman til dægrastyttingar, en þær geta líka haft alvarlegra hlutverk. Margar hefðbundnar skemmtanir eru til dæmis í grunninn trúarhátíðir. Aðrar skemmtanir ganga út á háðsádeilu eða mótmæli. Skemmtimenntun er skemmtun sem gengur út á menntun þátttakenda.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.