Fara í innihald

Will & Grace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Will & Grace
TegundGaman
Búið til afDavid Kohan
Max Mutchnick
LeikstjóriJames Burrows
LeikararEric McCormack
Debra Messing
Megan Mullally
Sean Hayes
Gary Grubbs
Shelley Morrison
Michael Angarano
Höfundur stefsJonathan Wolff
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða11
Fjöldi þátta246
Framleiðsla
StaðsetningLos Angeles
Lengd þáttar22 mínútur
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
SkjárEinn
SýntFrumröð
21. september 1998 – 18. maí 2006
Tenglar
IMDb tengill

Will & Grace er bandarískur gamanþáttur sem byggðist á sambandinu milli Will Truman og Grace Adler. Þátturinn gerist í New York borg. Þátturinn var fyrst sýndur á NBC-sjónvarpsstöðinni þann 21. september 1998 og sá síðasti þann 18. maí 2006, í alls átta þáttaröðum og er Will & Grace með vinsælustu sjónvarpsþáttunum þar sem helstu persónur eru samkynhneigðar.

Þrátt fyrir gagnrýni í byrjun fyrir að innihalda samkynhneigðar persónur varð þátturinn fljótlega einn af einkennisþáttum NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Þátturinn fékk mesta áhorf í aldurhópnum 18-49 ára á árunum 2001-2005. Á þeim átta árum sem þættirnir voru sýndir, fengu þeir sextán Emmy-verðlaun og 83 tilnefningar.

Will & Grace var tekinn upp fyrir framan áhorfendur (flestir þættir og atriði) á þriðjudagskvöldum á sviði 17 í upptökuveri CBS. Íbúð Will og Grace er til sýnis á Emerson háskólabókasafninu, en höfundur þáttarins, Max Mutchnick, gaf safninu hana.

Allar þáttaraðirnar hafa komið út á DVD og þátturinn hefur verið sýndur í meira en 60 löndum.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.