Will & Grace
Will & Grace | |
---|---|
Tegund | Gaman |
Búið til af | David Kohan Max Mutchnick |
Leikstjóri | James Burrows |
Leikarar | Eric McCormack Debra Messing Megan Mullally Sean Hayes Gary Grubbs Shelley Morrison Michael Angarano |
Höfundur stefs | Jonathan Wolff |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 11 |
Fjöldi þátta | 246 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Los Angeles |
Lengd þáttar | 22 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | NBC SkjárEinn |
Sýnt | Frumröð 21. september 1998 – 18. maí 2006 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Will & Grace er bandarískur gamanþáttur sem byggðist á sambandinu milli Will Truman og Grace Adler. Þátturinn gerist í New York borg. Þátturinn var fyrst sýndur á NBC-sjónvarpsstöðinni þann 21. september 1998 og sá síðasti þann 18. maí 2006, í alls átta þáttaröðum og er Will & Grace með vinsælustu sjónvarpsþáttunum þar sem helstu persónur eru samkynhneigðar.
Þrátt fyrir gagnrýni í byrjun fyrir að innihalda samkynhneigðar persónur varð þátturinn fljótlega einn af einkennisþáttum NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Þátturinn fékk mesta áhorf í aldurhópnum 18-49 ára á árunum 2001-2005. Á þeim átta árum sem þættirnir voru sýndir, fengu þeir sextán Emmy-verðlaun og 83 tilnefningar.
Will & Grace var tekinn upp fyrir framan áhorfendur (flestir þættir og atriði) á þriðjudagskvöldum á sviði 17 í upptökuveri CBS. Íbúð Will og Grace er til sýnis á Emerson háskólabókasafninu, en höfundur þáttarins, Max Mutchnick, gaf safninu hana.
Allar þáttaraðirnar hafa komið út á DVD og þátturinn hefur verið sýndur í meira en 60 löndum.